Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að samninganefndin, sem skrifaði undir minnisblaðið frá í október, hafi verið undir forystu utanríkisráðuneytisins auk þess sem viðskiptaráðuneytið hafi átt fulltrúa í henni. Fjármálaráðuneytið hafi komið að henni síðar.
Þá hafi ekki verið um samkomulag að ræða. „Þetta var minnisblað sem var algerlega án skuldbindinga. Eina samkomulagið sem gert hefur verið í málinu er það sem skrifað hefur verið undir núna.“