Björn Bergsson ríkissaksóknari í bankamálum

Eva Joly og Ragna Árnadóttir þegar skrifað var undir samninginn …
Eva Joly og Ragna Árnadóttir þegar skrifað var undir samninginn við Joly. mbl.is/Ómar

Ragna Árna­dótt­ir, dóms­málaráðherra, ætl­ar að skipa Björn Bergs­son hæsta­rétt­ar­lög­mann sem rík­is­sak­sókn­ara í öll­um mál­um sem varða banka­hrunið. Valtýr Sig­urðsson hef­ur lýst sig van­hæf­an en vegna laga­legra ann­marka hef­ur dreg­ist að skipa annn­an í hans stað.

Valtýr er faðir Sig­urðar Val­týs­son­ar sem er ann­ar af tveim­ur for­stjór­um Ex­ista. Hann hef­ur lýst yfir van­hæfi en lög­in gera ráð fyr­ir því að rík­is­sak­sókn­ari geti aðeins lýst sig van­hæf­an í einu máli en ekki mála­flokki. Dóms­málaráðherra und­ir­býr nú laga­frum­varp til að taka á þessu.

Fram hef­ur komið að Eva Joly hef­ur kraf­ist þess að Valtýr víki í mál­un­um en hann hafði hins­veg­ar sjálf­ur séð að vegna tengsla tald­ist hann ekki hæf­ur en málið dreg­ist vegna þess sem áður sagði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert