Björn Bergsson ríkissaksóknari í bankamálum

Eva Joly og Ragna Árnadóttir þegar skrifað var undir samninginn …
Eva Joly og Ragna Árnadóttir þegar skrifað var undir samninginn við Joly. mbl.is/Ómar

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, ætlar að skipa Björn Bergsson hæstaréttarlögmann sem ríkissaksóknara í öllum málum sem varða bankahrunið. Valtýr Sigurðsson hefur lýst sig vanhæfan en vegna lagalegra annmarka hefur dregist að skipa annnan í hans stað.

Valtýr er faðir Sigurðar Valtýssonar sem er annar af tveimur forstjórum Exista. Hann hefur lýst yfir vanhæfi en lögin gera ráð fyrir því að ríkissaksóknari geti aðeins lýst sig vanhæfan í einu máli en ekki málaflokki. Dómsmálaráðherra undirbýr nú lagafrumvarp til að taka á þessu.

Fram hefur komið að Eva Joly hefur krafist þess að Valtýr víki í málunum en hann hafði hinsvegar sjálfur séð að vegna tengsla taldist hann ekki hæfur en málið dregist vegna þess sem áður sagði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert