„Íslendingar eiga betra skilið af ráðamönnum sínum,“ segja hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson í grein um hugsanlega brottvikningu Sigríðar Benediktsdóttur hagfræðings úr rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Ummæli Sigríðar í skólablaði Yale-háskóla hafi kannski verið óheppileg en þau réttlæti ekki brottvikningu úr nefndinni.
Fjallað er um málið í morgunblaðinu í dag.