Ein mikilvægasta rannsóknin í Evrópu

Eva Joly segir nauðsynlegt að setja meiri kraft í rannsókn …
Eva Joly segir nauðsynlegt að setja meiri kraft í rannsókn sérstaks saksóknara. Ómar Óskarsson

Eva Joly, ráðgjafi sér­staks sak­sókn­ara sem rann­sak­ar banka­hrunið frá í haust, seg­ir rann­sókn­ina eitt mik­il­væg­asta rann­sókn­ar­mál í allri Evr­ópu um þess­ar mund­ir. Ekki sé hægt að kom­ast áfram í því ef ekki verða lagðar frek­ari fjár­veit­ing­ar til þess.

Þetta kom fram í viðtali við hana í Kast­jósi Sjón­varps í kvöld. Joly gagn­rýndi hversu fáliðað embætti sér­staks sak­sókn­ara væri, fjölga þyrfti lög­fræðing­um úr fimm í tíu auk þess sem ráða þyrfti end­ur­skoðend­ur til embætt­is­ins. Þá sagðist hún hafa sagt stjórn­völd­um að leggja þyrfti 3 millj­ón­ir evra til rann­sókn­ar­inn­ar til að hún bæri ár­ang­ur. Aðeins hefði verið lagður fram um þriðjung­ur þeirr­ar fjár­hæðar.

Hún bætti því við að hún teldi rangt að ein­blína of mikið á kostnað vegna rann­sókn­ar­inn­ar því ef hún muni bera ár­ang­ur þá verði hægt að sækja fjár­muni sem hafi verið fald­ir, stolið eða komið und­an með öðrum hætti. Þannig myndi rann­sókn­in skila aft­ur þeim kostnaði sem við hana yrði, og gott bet­ur til.

Joly ótt­ast að rann­sókn­in muni ekki bera ár­ang­ur ef ekki verður sett­ur meiri kraft­ur í hana. „Þá mun­um við enda uppi með ein­hver leyst mál en það er mik­il­vægt að ná heild­ar­mynd­inni."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka