Enn eru erfiðleikar við djúpborun

Unnið við boranir.
Unnið við boranir.

Verulegar tafir hafa orðið á djúpborun við Kröflu og er verkefnið orðið meira en mánuði á eftir áætlun. Borinn er nú fastur í fimmta skipti síðan byrjað var að bora í lok mars. Þrisvar hefur tekist að losa hann, en í eitt skipti þurfti að skilja krónuna eftir og bora framhjá festunni. Kostnaður við hvern dag í úthaldinu hleypur á nokkrum milljónum króna.

Festan nú er nánast á sama dýpi og borinn festist 21. apríl síðastliðinn eða á 2.103 metrum. Þá tókst ekki að losa borkrónuna, sem er 42 sentímetrar í þvermál. Var því steyptur tappi í holuna á um 1.900 m dýpi og borað út úr holunni þar þannig að ný hola varð til, samhliða þeirri eldri. Stálröri var komið fyrir í holunni frá 1.958 m dýpi til yfirborðs og það steypt fast áður en borað var áfram með grennri borkrónu, 31 cm í þvermál. Á þann hátt er komið í veg fyrir hrun í holunni, en veruleg hætta hefur verið á slíku.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka