Eva Joly íhugar að hætta

Eva Joly er sögð  íhuga að hætta ráðgjöf fyrir sérstakan saksóknara í rannsókn um bankahrunið.  Fundir hennar með saksóknaranum og fleirum í dag ráða úrslitum um framhald málsins, samkvæmt heimldum fréttastofu mbl.is.

Norsk-franski saksóknarinn hefur samkvæmt sömu heimildum gert mönnum grein fyrir óánægju sinni, en henni finnst sem ekkert tilllit hafi verið tekið til ráðgjafar hennar eða eftir neinu farið sem hún hefur lagt til.

Þá hefur Eva enga skrifstofuaðstöðu á Íslandi. Meðal þess sem Eva hefur lagt til er að ráðnir verði erlendir sérfræðingar og endurskoðendur að rannsókninni en hún hefur bent á að fámennið hér geri það að verkum að ansi margir séu vanhæfir til að fjalla um málið. Hún er enn sem komið er eini erlendi sérfræðingurinn. Þá vill hún að bókhald bankanna verði haldlagt og rannsakað frá grunni en ekki látið nægja að rannsaka einstök mál, eins og fram hefur komið í fyrirlestri hennar um reynsluna af slíkum  málum í Frakklandi.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í gær þegar mbl spurði hvort embættið  hefði haft bolmagn til að fara í fullu og öllu að ráðgjöf Evu Joly, að hann gæti ekki gefið upplýsingar um það, það væru hástrategískar upplýsingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka