Flestir með sameiginlega forsjá barna eftir skilnað

Árið 2008 var forsjá barna úr skilnuðum þannig að 497 börn njóta sameiginlegrar forsjár foreldra sinna, móðir ein með forsjá 105 barna og faðir fer einn með forsjá einungis 6 barna. Árið 2008 nær sameiginleg forsjá foreldra þannig til fjögurra af hverjum fimm börnum.

Hagstofan hefur birt tölur um forsjá barna eftir skilnað foreldra. Samkvæmt bráðabirgðatölum um lögskilnaði og sambúðarslit 2008 skildu 549 hjón að lögum og 634 pör slitu sambúð. Af þeim 549 lögskilnuðum sem urðu á árinu þurfti að úrskurða um forsjá barna undir 18 ára aldri hjá 358 fjölskyldum. Hjá 401 fjölskyldu í sambúðarslitum þurfti að úrskurða um forsjá. Alls þurfti að úrskurða um forsjá 1172 barna úr skilnuðum og sambúðarslitum árið 2008.

Hagstofan segir, að frá árinu 2002 hafi verið algengast að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barna sinna eftir skilnað en það varð fyrst mögulegt árið 1992. Fram að því var algengast að móðir færi ein með forsjá. 

Sameiginleg forsjá hefur jafnan verið talsvert algengari eftir sambúðarslit en lögskilnaði. Strax árið 1997 varð það algengast að foreldrar færu saman með forsjá barna sinna. Árið 2008 er engin undantekning en þá völdu foreldrar sameiginlega forsjá í 90,5% tilvika. Móðir fer ein með forsjá með 47 börnum, eða í 8,4% tilvika. Faðir fer einn með forsjá með 6 börnum (1,1%).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert