Gefur lítið fyir samræmiskenningar

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfesti í samtali við blaðamann mbl.is að fyrirtækið hefði í gær greitt 9 milljónir til góðgerðarmála og hyggist auk þess  einhverjar minniháttar upphæðir verði endurgreiddar beint til neytenda. Fyrirtækið ofrukkaði, eins og önnur olíufélög, neytendur þegar boðuð breyting á vörugjöldum eldsneytis var þegar í stað varpað út í verðlagið, en síðar kom í ljós að vörugjöldin legðust ekki á eldri birgðir.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Skeljungur og Olís hyggist endurgreiða 15-17 milljónum og Atlantsolía 11 milljónir. Þar kemur einnig fram að N1 séu stærstir á markaði og því telji kunnáttumaður blaðsins að endurgreiðslur N1 hefðu átt að nema 25 milljónum ættu þær að vera í réttu hlutfalli við markaðshlutfall fyrirtækisins. Þegar þetta var borið undir Hermann sagðist hann ekki svara slíkum samræmiskenningum og hafði ekki meira um málið að segja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert