Góð og gagnleg skoðanaskipti

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Ómar

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að fréttaflutningur fjölmiðla í dag um að Eva Joly íhugi að hætta ráðgjararstörfum fyrir embættið, endurspegli ekki þau góðu og gagnlegu skoðanaskipti sem fram fóru á fundi þeirra fyrr í dag.

„Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara áttu fyrr í dag áformaðan og reglubundinn fund með Evu Joly sem gegnir hlutverki ráðgjafa við embættið. Fundurinn var árangursríkur og var meðal annars lagt á ráðin um áframhaldandi störf hennar fyrir embættið og ráðgjafa á hennar vegum.

Sérstakur saksóknari hefur lagt mikla áherslu á að samstarf við Evu Joly gangi vel fyrir sig og lagt sig fram um að svo megi verða.

Fyrirhugaður er fundur með henni aftur á morgun þar sem haldið verður áfram þar sem frá var horfið fyrr í dag. Fréttaflutningur fjölmiðla í dag endurspeglar ekki þau góðu og gagnlegu skoðanaskipti sem fram fóru á fundinum fyrr í dag," segir í tilkynningu frá Ólafi.

Mbl.is skýrði frá því í dag, að Eva Joly íhugi að hætta ráðgjöf fyrir sérstakan saksóknara í rannsókn um bankahrunið.  Hafi Joly gert mönnum grein fyrir óánægju sinni en henni finnst sem ekkert tilllit hafi verið tekið til ráðgjafar hennar eða eftir neinu farið sem hún hefur lagt til.

Fram kom einnig, að fundir Joly með saksóknaranum og fleirum í dag myndu ráða úrslitum um framhald málsins.

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka