Engin áhrif á vinnu nefndar

Rannsóknarnefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, …
Rannsóknarnefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, og Sigríður Benediktsdóttir. mbl.is/Ómar

„Þetta mál hef­ur eng­in áhrif á vinnu nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir Páll Hreins­son, hæsta­rétt­ar­dóm­ari og formaður rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is. Jón­as Fr. Jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri FME hef­ur kraf­ist þess að Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir hag­fræðing­ur víki úr rann­sókn­ar­nefnd­inni vegna um­mæla í skóla­blaði Yale-há­skóla.

Í viðtali við skóla­blað Yale-há­skóla, þar sem Sig­ríður starfar við kennslu og fræðistörf, 31. mars er haft eft­ir henni eft­ir­far­andi: „Mér finnst sem þetta [hrunið innsk. blm.] sé niðurstaðan af öfga­kenndri græðgi margra sem hluta eiga að máli og tómlátu and­vara­leysi þeirra stofn­ana sem hafa áttu [að hafa] eft­ir­lit með fjár­má­kerf­inu og sjá áttu um fjár­mála­leg­an stöðug­leika í land­inu.“ Á grund­velli þess­ara um­mæla hef­ur Jón­as Fr. Jóns­son kraf­ist þess að Sig­ríður víki sæti úr nefnd­inni.

Páll seg­ir rann­sókn­ar­nefnd­ina hafa fjallað um málið, ná­kvæm­lega sam­kvæmt þeim lög­um sem nefnd­in starfar eft­ir. „Þegar þetta mál kom upp þá rædd­um við um grund­völl máls­ins, sem er hvort þessi til­teknu um­mæli Sig­ríðar [í skóla­blaði Yale-há­skóla innsk. blm.], feli í sér af­stöðu um meg­in­or­sak­ir hruns­ins og hverj­ir bera ábyrgð á því. Það er það lög­fræðilega álita­mál sem við rædd­um. Við rædd­um alla kost­ina sem þá voru fyr­ir hendi. Einn af kost­un­um sem til greina kom var að Sig­ríður hætti í nefnd­inni, í ljósi þess að at­huga­semd kom frá fyrr­ver­andi for­stjóra FME [Jónas­ar Fr. Jóns­son innsk. blm.]. Hún byggði meðal ann­ars á kröfu um hún viki sæti úr nefnd­inni. Í vandaðri stjórn­sýslu þarf að velta öll­um kost­um upp, og ræða þá. Sér­stak­lega þá sem at­huga­semd­ir hafa snúið að og það var það sem við gerðum.“

Rann­sókn­ar­nefnd­in vísaði um­fjöll­un um kröfu Jónas­ar til for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is. Páll seg­ir al­veg skýrt að Alþingi verði að fjalla um kröf­una, sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Nefnd­in geti ekki skorið úr um hvort nefnd­ar­menn eigi að halda áfram að sitja í nefnd­inni eða ekki, þegar krafa kem­ur fram um að nefnd­ar­menn víki. „Það er nú þannig, að það er ein­göngu sá sem veit­ir starfið sem get­ur vikið úr starf­inu og þess vegna beind­um við mál­inu til Alþing­is. Þaðan kom sú óvænta niðurstaða, að Alþingi hefði ekki úr­sk­urðar­vald og því er málið komið aft­ur til okk­ar. Krafa Jónas­ar hef­ur verið sú að einn nefnd­ar­manna víki sæti í nefnd­inni, og það er ekki okk­ar að skera úr um það sam­kvæmt lög­um held­ur þeirra sem skipa í nefnd­ina. Við sem erum í nefnd­inni erum í al­gjöru auka­hlut­verki hvað það varðar,“ seg­ir Páll.

Páll seg­ir nefnd­ar­menn hafa átt gott sam­starf. Starfið sem nefnd­in hafi unnið sé mikið á skömm­um tíma, og vandað hafi verið til verka á öll­um víg­stöðum. „Við erum að vinna öt­ul­lega að því að fá er­lenda sér­fræðinga til þess að fara yfir starf­semi eft­ir­lits­stofn­anna hér á landi, til dæm­is. Nefnd­in er að vinna að því hörðum hönd­um, í kappi við tím­ann, að ljúka störf­um á þeim tíma sem gef­inn var. Vinn­an hef­ur gengið vel, en hún er um­fangs­mik­il eins og gef­ur að skilja.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert