Hollensk sveitarstjórn sagði af sér vegna Icesave

Allir kjörnir fulltrúar í stjórn hollenska fylkisins Noord Holland, 7 manns, hafa sagt af sér en bæjarstjóðurinn tapaði 78 milljónum evra, jafnvirði 14 milljarða króna, vegna þess að fjármunir voru geymdir inni á Icesave-reikningi Landsbankans.

Fram kemur í hollenskum fjölmiðlum að fylkið hafi lagt 78 milljónir inn á Icesave reikninga og 20 milljónir evra inn í útibú Lehman Brothers. Báðir þessir bankar féllu sl. haust. 

Sérstök nefnd komst að þeirri niðurstöðu, að ekki hefði verið farið eftir reglum fylkisins í fjárfestingunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert