Hugsa eins og hvalir

Sveinn Geir Sigurjónsson vélstjóri á Hval 8 segir að hvalveiðar reyni fyrst og fremst á augun. Góðir hvalveiðimenn þurfi líka að finna og sjá blásturinn í dýrinu, þekkja tegundina og gera sér grein fyrir stærðinni. Hvalveiðimenn hafi á orði að skipstjórar þurfi að hugsa eins og hvalir svo þeir eigi saman.

Hann segist ekki vorkenna þessum stóru skepnum Þegar þær mæti dauða sínum. Það sé enginn munur á því að aflífa kjúkling eða hval. Þetta sé eitt skot og taki sekúndu, svo sé skepnan dauð.  

Hvalbátarnir liggja enn við bryggju og ekki er reiknað með að veiðar hefjist fyrr en í fyrsta lagi eftir rúma viku til tíu daga  þar sem samningum við sjómenn er enn ólokið. Samið er upp á fast kaup en ekki hlut eins og sjómennirnir eru vanir og útgerð og áhafnir hafa ekki komið sér saman um upphæð.

Vélstjórinn á Hval átta var síðast á sjó fyrir þrjátíu árum en hann hætti til að vinna í landi árið 1978. Núna var hann atvinnulaus þegar honum bauðst að gerast hvalveiðimaður að nýju. Hann hlakkar mikið til og segist vonast til að bátarnir verði ræstir til framtíðar.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka