„Námsmönnum ýtt úr námi “

mbl.is/Ásdís

Fram­færslu­lán Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna hækka ekk­ert og verða áfram rúm­ar 100 þúsund krón­ur á mánuði fyr­ir ein­stak­ling, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Full­trúi stúd­enta seg­ir að með þessu sé náms­mönn­um ýtt úr námi og á at­vinnu­leys­is­bæt­ur því tekju­mögu­leik­ar þeirra með námi séu nú litl­ir sem eng­ir. Mennta­málaráðherra seg­ir stöðuna al­var­lega.

Ingólf­ur Birg­ir Sig­ur­geirs­son, full­trúi Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands í stjórn LÍN, seg­ir út­litið svart. „Miðað við verðlagsþróun þýðir þetta gíf­ur­lega kaup­mátt­ar­skerðingu,“ seg­ir hann. „Þetta eyk­ur hættu á að fólk flosni úr námi og fari á bæt­ur því eins og vinnu­markaður­inn er í dag hafa ekki all­ir mögu­leika á að stunda vinnu með skóla. Eins og staðan er í dag er há­skóla­nám að verða for­rétt­indi hinna ríku.“

Morg­un­blaðið hef­ur einnig heim­ild­ir fyr­ir því að drög að út­hlut­un­ar­regl­um LÍN geri ráð fyr­ir að náms­menn geti haft allt að eina millj­ón í tekj­ur á ári án þess að það skerði lán­in, en það sem sé um­fram skerði lán­in um 25%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert