Samið að nýju bresti skuldaþol

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Golli

„Það er erfitt að skilgreina það sem eitthvert hlutfall og þaðan af síður einhverjar fastar stærðir, þetta er eitthvað sem verður alltaf að skoða í samhengi við horfur þjóðarbúskaparins og horfur ríkissjóðs til lengri tíma,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um skuldaþol ríkisins en í nýgerðum Icesave-samningi er ákvæði um endurskoðun bresti það þol.

„Gagnaðilar okkar hafa skilning á því að þetta þarf að vera viðráðanlegt,“ segir Steingrímur en með ákvæðinu er ríkinu forðað frá gjaldþroti minnki greiðslugetan stórlega.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir útgangspunkt samninganefndarinnar hafi verið að lánstíminn, kjörin og vextir mættu ekki vera með þeim hætti að of nærri gengi greiðslugetu ríkissjóðs. Ákvæðið sé afurð þessa útgangspunkts. Endurskoðunarákvæði samningsins er miðað við skuldaþol ríkisins í nóvember 2008 að sögn Jóhönnu. Hún segir þó erfitt að meta nákvæmlega hvert þolið verði. „Við vitum ekki hvernig gengið verður þá [...], það er mjög margt sem þarna kemur til.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert