Samkeppniseftirlitið mun óska upplýsinga frá olíufélögunum um tildrög verðbreytinga í tengslum við lagabreytingar á vörugjöldum, í því skyni að meta hvort farið hafi verið að samkeppnislögum. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri þess.
Olíufélögin hafa síðustu tvo daga reiknað út og ákveðið hvernig þau hyggjast bregðast við því að hafa rukkað ný bensíngjöld ríkisstjórnarinnar á gamlar birgðir.
Hugi Hreiðarsson, forstöðumaður kynningar- og markaðsmála hjá Atlantsolíu, gagnrýnir misvísandi upplýsingar sem félagið fékk í aðdraganda lagabreytinganna frá yfirvöldum: „Mín persónulega skoðun er sú að betur hefði mátt standa að þessum breytingum og komast hjá því að valda þessum óþægindum: Ekki aðeins fyrir viðskiptavini heldur einnig fyrir okkur. Þarna höfðu stjórnvöld geta farið þá leið að gefa út skýrari tilmæli með þessari löggjöf.“
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.