SVÞ vilja aðildarumsókn að ESB

Samtök verslunar og þjónustu skora á stjórnvöld að samþykkja á yfirstandandi þingi trúverðuga umsókn um aðild að Evrópusambandinu  þar sem hugur fylgi máli. Segja samtökin, að með þannig umsókn fáist stefna á stöðugleika til framtíðar og gjaldmiðil sem íslensk fyrirtæki geti notað í samskiptum sínum við alþjóða samfélagið.

„Átta mánuðum eftir kerfishrun hér á landi bíða fyrirtækin enn eftir starfhæfu rekstrarumhverfi til að þau geti sinnt hlutverki sínu: að byggja upp íslenskt atvinnulíf til framtíðar og skapa fólki atvinnu. Ljóst er að þau 20.000 störf sem er nauðsynlegt að skapa á næstu misserum munu einkum verða til í verslun, þjónustu og ýmsum iðnaði. Til þess að skapa þessi störf þarf atvinnulífið númer eitt, tvö og þrjú: lægri vexti og nothæfan gjaldmiðil," segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á opnum félagsfundi SVÞ í morgun.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, var gestur á fundinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert