„Vaxtakjör Icesave-samkomulags misskilin"

Skiptar skoðanir eru um þau vaxtakjör sem felast í samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna.

Samkomulagið felur sem kunnugt er í sér 5,5% vexti árlega sem gæti þýtt að tugir milljarða króna leggist ofan á höfuðstólinn í vexti á ári hverju. Á móti kemur að ríkissjóður er ekki ábyrgur fyrir greiðslu skuldarinnar fyrstu sjö árin á meðan skilanefnd Landsbankans mun greiða af láninu.

Ólafur Arnarson, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi, segir vaxtakjörin óviðunandi. „Ég fellst ekki á að þessir OECD-vextir séu notaðir sem grunnur með vaxtaálagi. Þeir eru ekki notaðir á markaði sem slíkir, þeir eru notaðir í einhverjum tilfellum í yfirþjóðlegum lánum eins og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og nú í þessu tilviki,“ segir Ólafur. Hann segir eðlilegra að horfa á þá vexti sem eignasafn Landsbankans sé að safna í Bretlandi.

 „Ég hef tekið eftir því að sumir virðast hafa mistúlkað þau vaxtakjör sem felast í samkomulaginu. Það er einfaldlega ekki hægt að bera útlánasafn Landsbankans, sem er líklega að mestu á fljótandi vöxtum, saman við fasta vexti til fimmtán ára og nota það til að rökstyðja að vextirnir séu of háir,“ segir Agnar Tómas Möller, verkfræðingur og sérfræðingur í skuldabréfum hjá Gam Management hf. Agnar bendir á að ekki sé hægt að tala um neikvæðan vaxtamun. Langtímavextir séu svona háir því það séu væntingar um að skammtímavextir hækki.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert