Vilja slíta samstarfi í Kópavogi

 

Ungir framsóknarmenn í Kópavogi segjast telja að að ekki sé lengur grundvöllur né traust til að starfa með forystu sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs. Flokkarnir tveir mynda meirihluta í bæjarstjórn. 

Í ályktun frá stjórn ungra framsóknarmanna í Kópavogi segir, að  augljós hagsmundatengd viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun sé líklega gróft brot á stjórnsýslulögum eða í það minnsta frávik frá eðlilegum viðskiptaháttum og auk þess siðlaus með öllu.

„Við teljum okkur því knúin til að hvetja fulltrúaráð Framsóknarmanna í Kópavogi og Ómar Stefánsson oddvita flokksins til að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Auk þess viljum við hvetja bæjarráð Kópavogs til að rannsaka að fullu hver hlutur embættismanna og kjörinna fulltrúa bæjarins var í þessu máli og hvort víðar leynist pottur brotinn, enda vilja ungir framsóknarmenn í Kópavogi ekki taka þátt í siðlausu og óeðlilegu bruðli með almannafé," segir í tilkynningu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert