Aldrei fleiri í gæsluvarðhaldi

Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti
Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti mbl.is/Kristinn

Nú sitja 27 einstaklingar í gæsluvarðhaldi hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að sögn Páls Winkels, forstjóra Fangelsismálastofnunar.

Á Litla-Hrauni eru 10 einangrunarklefar og þeir hafa verið fullnýttir um langa hríð. Þurft hefur að grípa til þess ráðs að vista 5 gæsluvarðhaldsfanga í fangaklefum í lögreglustöðinni í Reykjavík þar sem allir klefar á Litla-Hrauni hafa verið fullsetnir.

Páll segir að mörg mál hafi komið upp á síðustu vikum, þar sem gæsluvarðhaldsúrskurðum hafi verið beitt. Nefnir hann fjölmörg stór fíkniefnamál, líkamsrárásarmál, íkveikjur og kynferðisafbrotamál. Flestir þeirra sem nú sitja í gæsluvarðhaldi eru Íslendingar.

Öll fangelsi á Íslandi eru nú fullsetin. Páll Winkel segir að bið eftir afplánun sé alltaf að lengjast því fangelsisplássum hafi ekki fjölgað í takt við fleiri dóma og þyngri refsingar.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert