Bandormur eftir helgi

Stefnt er að því að fjármálaráðherra leggi fram frumvarp (svokallaðan bandorm) á Alþingi eftir helgi um ráðstafanir í ríkisfjármálum fyrir árið 2009. Er svo ráðgert að áætlun um aðgerðir til lengri tíma verði svo lögð fram í kringum 20. júní. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, greindi frá þessu viðumræður á Alþingi í dag.

Umræða hefur staðið yfir í allan dag um þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir í efnahagsmálum. Hafa þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu lýst áhuga á gott samráð ríkisstjórnar og stjórnarandstöðuflokka í viðræðunum við samtök á vinnumarkaði um stöðugleikasáttmála.

 „Ég tel að þetta sé mjög brýnt og að þær hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur reitt fram eigi að fá umfjöllun í samhengi við þau mál,“ sagði Árni Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert