Eva Joly er dínamítkassi

00:00
00:00

Ragna Árna­dótt­ir hitt­ir Evu Joly og Ólaf Þór Hauks­son sér­stak­an sak­sókn­ara í dag til að ræða gagn­rýni Evu á fram­gang rann­sókn­ar­inn­ar. Eva Joly hef­ur kraf­ist þess að Valtýr Siguðrs­son víki al­farið sem rík­is­sak­sókn­ari en hann sér ekki ástæðu til þess. ,,Eva er dína­mít­kassi," seg­ir ráðherr­ann.

Ragna á fund með Evu Joly og Ólafi Þór Hauks­syni sér­stök­um sak­sókn­ara síðar í dag. Hún hafði áður ætlað að skipa Björn Bergs­son hæsta­rétt­ar­lög­mann rík­is­sak­sókn­ara í mál­um sem varða banka­hrunið, eft­ir að Valtýr Sig­urðsson lýsti sjálf­ur yfir van­hæfi. Eva lagði hins­veg­ar á það þunga áherslu í gær að Valtýr Sig­urðsson  viki al­farið úr embætti. Hann sagðist í morg­un ekki ætla að víkja. Ráðherra seg­ist fyrst hafa heyrt af þess­ari af­stöðu Evu í gær en ætl­ar að ræða við Valtý og freista þess að leysa málið. Hún seg­ist hins­veg­ar ekki hafa vald til að víkja hon­um frá. Hún úti­lok­ar þó ekki að svo geti farið að það mæt­ist ein­fald­lega stál­in stinn.

Sam­fé­lagið nötraði í gær þegar Eva Joly lét stjórn­völd hafa það óþvegið meðal ann­ars vegna fjár­skorts í rann­sókn­inni.  Ragna seg­ir að það sé hlut­verk Evu að segja sína skoðun og það hafi hún gert mjög skýrt. Eva Joly sé dína­mít­kassi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert