Hærri skuldbindingar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Upplýsingar sem kynntar voru á fundi utanríkismálanefndar í morgun sýna að Icesave-skuldbindingarnar í erlendri mynt erru ívið hærri en ríkisstjórnin hefur haldið fram. Þetta fullyrti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókanrflokksins, á Alþingi í morgun.

Sigmundur sagði að núna væri ríkisábyrgðin því að nálgast 700 milljarða og allt útlit fyrir að með þessu samkomulagi væri verið að festa í sessi veikt gengi  krónunnar um a.m.k. tveggja ára skeið.

Sigmundur að  þegar væri komið í ljós að þau rök væru að falla sem færð voru fyrir því að niðurstaðan úr Icesave-viðræðunum væri æskileg. Því hafi m.a. verið haldið fram að það myndi styrkja gengi krónunnar að leysa þetta mál og eyða óvissu. Nú hefði aftur á móti komið í ljós að krónan hefur hríðfallið og hún aldrei verið veikari á árinu. Beindi hann þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra hvernig ríkið gæti aflað þess gjaldeyris sem gert er ráð fyrir að þörf sé á til að standa undir skuldbindingunum.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra minnti á að gert væri ráð fyrir að eignir dygðu fyrir 75-95% skuldanna og nú væru að koma fram upplýsingar sem bentu jafnvel til að eignirnar væru töluvert meiri en áður var talið. Gagnrýndi Össur Sigmund harðlega fyrir að tala kjarkinn úr þjóðinni. Hann ætti frekar að taka sér forystu Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar sem hefði lagt fram tillögur í efnahagsmálum sem væru margar mjög hugvitssamlegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert