Krefjast úrbóta á Kjalarnesi

Bílar á Vesturlandsvegi.
Bílar á Vesturlandsvegi.

Íbúar á Kjal­ar­nesi krefjast úr­bóta í um­ferðar­mál­um á svæðinu og hef­ur Hverf­is­ráð Kjal­ar­ness m.a. boðað til op­ins fund­ar í Klé­bergs­skóla annað kvöld sem sam­gönguráðherra og sam­göngu­nefnd Alþing­is hef­ur verið boðið til.

Að sögn Mörgu Guðjóns­dótt­ur, for­manns hverf­is­ráðsins ætla íbú­ar á svæðinu einnig að vera með tákn­ræn­ar aðgerðir síðdeg­is á morg­un til að leggja áherslu á kröf­ur um úr­bæt­ur, þar á meðal um und­ir­göng und­ir Vest­ur­lands­veg þar sem hann ligg­ur gegn­um Grund­ar­hverfið.

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti bók­un á fundi í dag, þar sem ít­rekað er mik­il­vægi þess að Vega­gerð rík­is­ins hraði fram­kvæmd­um við Vest­ur­lands­veg til að auka um­ferðarör­yggi á veg­in­um.

Tek­ur borg­ar­ráð und­ir með íbú­um á Kjal­ar­nesi um að brýnt sé að fara í nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur á þessu svæði og mik­il­vægi þess að um­ferðarör­ygg­is­mál verði bet­ur tryggð fyr­ir ak­andi og gang­andi veg­far­end­ur við þessa fjöl­förnu um­ferðaræð. 

„Vega­gerð rík­is­ins er veg­hald­ari þjóðveg­ar­ins og ber ábyrgð á fram­kvæmd­um við hann. Lögð er áhersla á að vinnu við gerð und­ir­ganga und­ir þjóðveg­inn á móts við Fólkvang verði hraðað og aðrar ráðstaf­an­ir gerðar til að tryggja ör­yggi gagn­vart um­ferð á veg­in­um. Enn­frem­ur mun Reykja­vík­ur­borg beita sér fyr­ir því að eft­ir­lit með um­ferðar­hraða, sam­hliða hraðahindr­andi aðgerðum, verði aukið í sam­ráði við Lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu," seg­ir í bók­un borg­ar­ráðs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert