Má ekki ganga of nærri skattstofnum

Ekki er raunhæft að ganga út frá því að helmingur aðhalds í ríkisfjármálum náist með auknum skatttekjum, því það myndi ganga of nærri skattstofnunum að mati Samtaka atvinnulífsins.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, fjallar um þessa stöðu í leiðara fréttabréfs samtakanna og bendir á að ekki hafi enn verið tekin pólitísk ákvörðun um hlutföll skatttekna og niðurskurðar í blandaðri leið til aukins aðhalds í ríkisfjármálum.

Hannes segir það enda með ósköpum ef ekki verði tekið á halla ríkissjóðs fyrr en síðar. Stjórnvalda bíði það verkefni að draga úr ríkisútgjöldum um 100 milljarða á þremur árum, eða sem nemur 20% af útgjöldum.

„Aukin skattheimta sem næmi um 3% af landsframleiðslu, 40-45 milljörðum króna, myndi leiða til svipaðrar skattbyrði og var á árunum 2001-2003,“ segir í leiðaranum. „Tekjuauki af slíkri stærðargráðu verður ekki sóttur nema í stærstu tekjustofnana, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Ef skattar hækka sem þessu nemur stendur eftir að draga þarf úr ríkisútgjöldum um 100 milljarða króna, eða allt að 20% af útgjöldum, á næstu þremur árum. Það verður sársaukafullt og vandséð að markmiðið náist öðru vísi en með verulegum niðurskurði opinberra fjárfestinga, samdrætti í þjónustu og lækkuðum launakostnaði. Á móti niðurskurði opinberra fjárfestinga gætu þó einkaframkvæmdir í samgöngumálum og byggingu sjúkrahúsa vegið að stórum hluta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert