Makríll með humri

Makríll
Makríll mbl.is

Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur segir að í leiðangri Hafrannsóknastofnunar í maímánuði hafi orðið vart við makríl við landhelgislínuna milli Íslands og Færeyja. Það sé fyrr en á síðasta ári og að sama brunni beri upplýsingar frá Norðmönnum um göngur makríls austar í hafinu.

„Mér finnst hins vegar merkilegast að makríll fékkst nýlega með humri í Breiðamerkurdýpi. Þetta var þriggja til fimm ára fiskur og ég man ekki eftir að hafa fengið svo snemma makrílsýni af þessu svæði,“ sagði Sveinn. Nefna má að nýlega var makríll af þessu svæði á boðstólum í fiskbúð í Hafnarfirði.

Í fyrra og hittiðfyrra gekk makríll í einhverjum mæli vestur með suðurströndinni og hans varð vart mjög víða, nefna má Húnaflóa og Grímsey. Meginveiðisvæðið var þó austur af landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert