Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var ekki búin und­ir þau miklu mót­mæli sem brut­ust út við Alþing­is­húsið í janú­ar, lög­regluliðið var fá­mennt og búnaði ábóta­vant. Þegar óeirðarsegg­ir veitt­ust sem harka­leg­ast að lög­reglu­mönn­um aðfaranótt 22. janú­ar mátti minnstu muna að fáliðuð sveit lög­reglu­manna yrði of­urliði bor­in, en á þeim tíma­punkti voru birgðir lög­reglu af piparúða nán­ast á þrot­um.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri BA-rit­gerð Vil­borg­ar Hjör­nýj­ar Ívars­dótt­ur í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands. Rit­gerðin heit­ir „Að baki skjald­borg­ar­inn­ar“ og er að mestu byggð á viðtöl­um við fimm lög­reglu­menn í óeirðasveit lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Málið er Vil­borgu skylt, því eig­inmaður henn­ar er einn af liðsmönn­um sveit­ar­inn­ar.

Rætt er við lög­reglu­menn und­ir nafn­leynd og í rit­gerðinni er að finna áhrifa­mikla lýs­ingu á aðstæðunum sem lög­regla stóð frammi fyr­ir.

Aðgerðar­stjórn­end­ur hjá lög­reglu lýstu því að í upp­hafi hefði verið tek­in sú ákvörðun að vera mjúk­ir og til­lits­sam­ir. Það hafi einnig skipt máli að aðdrag­and­inn var stutt­ur og lög­regla fáliðuð. Ekki voru all­ir lög­reglu­menn sam­mála um kosti þess­ar­ar stefnu og töldu að lög­regla hefði átt að marka skýr­ari stefnu.

All­ir höfðu þeir full­an skiln­ing á að þeir hefðu verið alltof fá­menn­ir til að tak­ast á við svo stór­an hóp mót­mæl­enda ef upp úr syði. Ástandið hefði verið vandmeðfarið og aðferð lög­reglu, að vera ró­leg, hefði orðið henni til tekna eft­ir á. Viðmæl­end­ur voru flest­ir sam­mála um að lög­regla hefði verið of lin við mót­mæl­end­ur sem sum­ir veitt­ust hart að þeim við störf með and­legu og lík­am­legu áreiti ým­iss kon­ar.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka