Haft var eftir Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara, að Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, ætli að leggja fram frumvarp um að saksóknurum verði fjölgað um tvo þannig að saksóknarar rannsaki hver sinn banka.
Þær Ragna og Eva Joly áttu fund síðdegis og var haft eftir Joly, að þær hefðu komist að niðurstöðu um öll atriðin sem hún hefur gagnrýnt varðandi rannsóknina hér á landi.
Sagði hún að dómsmálaráðherra ætli einnig að finna lausn á máli ríkissaksóknara. Joly hefur lýst því yfir að hún vilji að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari víki alfarið vegna fjölskyldutengsla.