Skuldbindingin komin í 732 milljarða

Skuldbindingar ríkisins vegna Icesave-samkomulagsins er komin í 732 milljarða skv. nýjum upplýsingum um ábyrgð ríkisins í erlendri mynt. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, við umræður um efnahagstillögur sjálfstæðismanna á Alþingi.

„Nýjustu tölur í Icesave-hneykslinu eru þær að ábyrgð ríkisins er komin í 732 milljarða og 720 milljónir, eða tæplega 733 milljarða,“ sagði Sigmundur. „Fyrsta árs vextir eru komnir yfir 40 milljarða.“

Sagði hann að í morgun hafi fengist nákvæmari upplýsingar um upphæðina í erlendri mynt og hún reynst vera töluvert hærri en ríkisstjórnin hafi kynnt.

„Því til viðbótar hefur gengi íslensku krónunnar hríðfallið frá því að tilkynnt var um Icesave-samkomulagið og skildi engan undra, þegar  verið er að skuldbinda ríkið svo gífurlega í erlendri mynt. Þetta mun þess vegna verða til þess, nánast óhjákvæmilega, að festa í sessi lágt gengi íslensku krónunnar í alla vega 20 ár,“ sagði hann.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert