Víkingarnir hlustuðu á rokk

Tónlist víkinganna var lík einhverskonar rokki  að mati Guðjóns Rúdólfs sem hefur ferðast um heiminn með hljómsveitinni Krauku sem sækir innblástur sinn í víkingatímann og fornan norrænan menningararf. Gríðarleg eftirspurn er efitr hljómsveitinni um þessar mundir sem var að senda frá sér geisladiskinn Óðinn. Alls eru fyrirhugaðir tónleikar í þremur heimsálfum á næstu mánuðum.

Tónlistarmennirnir í Krauku koma úr ýmsum áttum,  til að mynda klassík, dauðarokki og þjóðlagatónlist. Guðjón Rúdólf sjálfur er öllu íslensku áhugafólki um tónlist að góður kunnur. Síðast sló hann í gegn hér uppá Fróni árið 2003 með plötunni Mínímanía, en lagið Húfan var leikið í útvarpi nær samfellt allt sumarið.

Víkingahátíð í Hafnarfirði hefst á föstudaginn en von er á þriðja hundrað þátttakendum þar af áttatíu innrásarvíkingum erlendis frá. Jóhannes Viðar Bjarnason veitingamaður á Fjörukránni segir hinsvegar að það verði engir útrásarvíkingar á hátíðinni en þeir hafi nánast eyðilagt nafn og ímynd víkinga. Hann segist vonast til að hægt sé að vinna það til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert