Ekki á stefnuskránni að hefja ritskoðun á netinu

mbl.is/ÞÖK

„VIÐ erum ekki að breyta út frá þeirri al­mennu stefnu okk­ar að skipta okk­ur ekki af því sem er inni á net­inu, þarna var bara um svo ýkt dæmi að ræða að okk­ur þótti það for­svar­an­legt að bregðast við,“ seg­ir Hrann­ar Pét­urs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne.

Voda­fo­ne og Sím­inn lokuðu í vik­unni fyr­ir aðgang að vefsíðunni ringul­reid.org eft­ir beiðnir frá rík­is­lög­reglu­stjóra, Barna­vernd­ar­stofu o.fl. Á síðunni má finna gróf dæmi um neteinelti og barnaklám.

Mar­grét Stef­áns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Sím­an­um, er sama sinn­is. „Við mynd­um aldrei taka upp á því að okk­ar frum­kvæði að loka síðu, það er ekki okk­ar að gera það. En þegar svona al­var­leg beiðni kem­ur þá verðum við við því.“

Marg­ir hafa bent á að til­raun­ir til að loka vefsíðum á net­inu séu eins og að berj­ast við vind­myll­ur, þær spretti ein­fald­lega upp ann­ars staðar. Mar­grét bend­ir á að vilji viðskipti­vin­ir Sím­ans tryggja að lokað sé fyr­ir aðgang að slík­um síðum í eig­in tölv­um sé hægt að koma sér upp net­vara sem síi út síður á svört­um lista, m.a. vegna barnakláms.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert