Ekki á stefnuskránni að hefja ritskoðun á netinu

mbl.is/ÞÖK

„VIÐ erum ekki að breyta út frá þeirri almennu stefnu okkar að skipta okkur ekki af því sem er inni á netinu, þarna var bara um svo ýkt dæmi að ræða að okkur þótti það forsvaranlegt að bregðast við,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone.

Vodafone og Síminn lokuðu í vikunni fyrir aðgang að vefsíðunni ringulreid.org eftir beiðnir frá ríkislögreglustjóra, Barnaverndarstofu o.fl. Á síðunni má finna gróf dæmi um neteinelti og barnaklám.

Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Símanum, er sama sinnis. „Við myndum aldrei taka upp á því að okkar frumkvæði að loka síðu, það er ekki okkar að gera það. En þegar svona alvarleg beiðni kemur þá verðum við við því.“

Margir hafa bent á að tilraunir til að loka vefsíðum á netinu séu eins og að berjast við vindmyllur, þær spretti einfaldlega upp annars staðar. Margrét bendir á að vilji viðskiptivinir Símans tryggja að lokað sé fyrir aðgang að slíkum síðum í eigin tölvum sé hægt að koma sér upp netvara sem síi út síður á svörtum lista, m.a. vegna barnakláms.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert