„Ekki stúdentum bjóðandi"

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is

„Það er verið að skerða kaup­mátt­inn um 15-20% miðað við verðlags­vísi­tölu,“ seg­ir Ingólf­ur Birg­ir Sig­ur­geirs­son, lána­sjóðs- og hags­muna­full­trúi Stúd­entaráðs. Fyr­ir utan hækk­an­ir á neyslu­vör­um og skóla­bók­um megi nefna að leig­an á stúd­enta­görðunum hafi hækkað um 20% á einu ári. Það segi sig sjálft að óbreytt fram­færslu­lán sé óhugs­andi, hundrað þúsund krón­ur á mánuði dugi hvergi nærri til. Ingólf­ur seg­ir ein­hug meðal náms­manna um að ástandið sé stúd­ent­um ekki bjóðandi.

„Mik­ill fjöldi náms­manna hef­ur ekki fengið vinnu í sum­ar en samt er áfram áætlað að náms­menn skaffi sér sjálf­ir eina millj­ón til fram­færslu fyr­ir árið,“ seg­ir Ingólf­ur. Það liggi ljóst fyr­ir að há­skóla­nám á Íslandi sé að verða munaður fyr­ir þá efna­meiri. Um 2.000 náms­menn hafa skráð sig í sum­ar­nám­skeið í sum­ar. Þau skerða hins veg­ar bóta­rétt. „Við erum að frétta af fólki sem skrá­ir sig úr námi til þess að fara á bæt­ur. Það er hag­kvæm­ara að fara á spen­ann hjá rík­inu og gera ekki neitt held­ur en að læra og vera á náms­lán­um,“ seg­ir Ingólf­ur. Það sé forkast­an­leg þróun sem erfitt sé að sjá að komi þjóðfé­lag­inu vel.

Ásgeir Ingvars­son tek­ur í sama streng og seg­ir að verið sé að „spara eyr­inn en kasta krón­unni“. Ásgeir sagði sig í gær úr stjórn LÍN, en þar sat hann fyr­ir hönd Sam­bands ís­lenskra náms­manna er­lend­is. „Með þessu er ég að mót­mæla fjár­svelti sjóðsins og und­ir­strika al­vöru máls­ins,“ seg­ir Ásgeir en hann tel­ur að sjóður­inn geti ekki upp­fyllt lög­bundna skyldu sína til að sjá náms­mönn­um fyr­ir dug­andi fram­færslu.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert