Olíufélög hafa nú öll hækkað verð á eldsneyti og fetað þannig í fótspor Skeljungs, sem hækkaði verð á bensínlítra um 6 krónur á miðvikudag og verð á dísilolíulítra um 4 krónur.
Algengt verð í sjálfsafgreiðslu hjá stóru olíufélögunum þremur er nú 174,80 krónur á lítra af bensíni og 175,70 krónur á dísilolíulítra. Hjá Orkunni kostar bensínlítrinn 173,20 krónur og dísilolíulítrinn 174 krónur.