Eldsneyti hækkar

Olíu­fé­lög hafa nú öll hækkað verð á eldsneyti og fetað þannig í fót­spor Skelj­ungs, sem hækkaði verð á bens­ín­lítra um 6 krón­ur á miðviku­dag og verð á dísi­lolíu­lítra um 4 krón­ur.

Al­gengt verð í sjálfsaf­greiðslu hjá stóru olíu­fé­lög­un­um þrem­ur er nú  174,80 krón­ur á lítra af bens­íni og 175,70 krón­ur á dísi­lolíu­lítra. Hjá Ork­unni kost­ar bens­ín­lítr­inn   173,20 krón­ur og dísi­lolíu­lítr­inn 174 krón­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert