Fasteignamat íbúða hækkar

Heild­arfa­st­eigna­mat íbúðar­hús­næðis á höfuðborg­ar­svæðinu hækk­ar um 1,2% með nýju fast­eigna­mati sem tek­ur gildi á næsta ári. Breyt­ing­in er mis­jöfn eft­ir hverf­um, þannig hækk­ar hús­næði í Suður-Þing­holt­um um 31,5% en í Valla­hverf­inu í Hafnar­f­irði lækk­ar matið um 16,2%.

Suður-Þing­holt­um má gróf­lega lýsa sem svæðinu sunn­an og suðvest­an  Njarðargötu og Bergstaðastræt­is, en þar er þétt­leiki byggðar­inn­ar minni en þegar ofar dreg­ur í Skóla­vörðuholtið.

Fast­eigna­eig­end­ur munu fá send­ar til­kynn­ing­ar um nýtt fast­eigna­mat í næstu viku og hafa frest til 24.júlí nk. til að gera við það at­huga­semd­ir.

Fast­eigna­skrá Íslands hef­ur tekið upp nýj­ar og end­ur­bætt­ar aðferðir við út­reikn­inga á fast­eigna­mat­inu til þess að fá raun­hæf­ara mat, til að matið  end­ur­spegli markaðsvirði eigna bet­ur en hef­ur verið. Matið er unnið út frá  verðlagi í fe­brú­ar 2009, en verður um 5% lægra en niðurstaða reiknilík­ans­ins gef­ur til kynna miðað við þann tíma. Við næsta mat verður könnuð verðlagsþróun frá fe­brú­ar 2009 til fe­brú­ar 2010.

Auk upp­lýs­inga um gang­verð á fast­eigna­markaði, sem unn­ar hafa verið upp úr þing­lýst­um kaup­samn­ing­um síðastliðinna fimm ára, bygg­ist breytt íbúðamat á marg­vís­leg­um upp­lýs­ing­um um eig­in­leika og gerð hverr­ar eign­ar. Meðal ólíkra þátta sem hafa áhrif á verðmat má nefna staðsetn­ingu, fjölda her­bergja og hrein­lætis­tækja og hvort lyfta sé í húsi.

Frá ár­inu 2001 hef­ur fast­eigna­mat­inu verið viðhaldið með fram­reikn­ingi, þannig að all­ar eign­ir í til­tekn­um flokki í hverju sveit­ar­fé­lagi hækkuðu jafn mikið. Breyt­ing­in er gerð þar sem ein­stak­ar eign­ir þróuðust ekki eins og fram­reikn­ing­ar gáfu vís­bend­ing­ar um og matið fylgdi því ekki breyt­ing­um á markaðsvirði.

Mat á 55% íbúða hækk­ar -  lækk­ar á 45%

Sam­an­lagt fast­eigna­mat íbúðar­hús­næðis á land­inu hækk­ar um 2,5%. Á Íslandi eru 122.000 íbúðir skráðar, þar af hækk­ar mat á 67.000 íbúðum en á 55.000 íbúðum lækk­ar matið. Mest hækk­ar fast­eigna­matið á Suður­nesj­um, um 13,2%, en minnst á höfuðborg­ar­svæðinu.

Heild­armat fast­eigna á land­inu öllu lækk­ar um 0,3% við breyt­ing­una, Þar af lækk­ar fast­eigna­mat at­vinnu­hús­næðis um 6,0% og mat sum­ar­bú­staða um 5,0%. Fast­eigna­mat jarða lækk­ar um 2,2%.

Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs Ak­ur­eyr­ar, sem sit­ur í stjórn Fast­eigna­skrár Íslands, seg­ir nýtt og raun­hæf­ara fast­eigna­mat mjög til bóta. Matið mun hafa áhrif á áætlana­gerð fjár­laga sveit­ar­fé­laga fyr­ir næsta ár, en eft­ir á að koma í ljós með hvaða hætti. Fast­eigna­gjöld er mik­il­væg­ur tekju­stofn fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in, en áætlað er að þau skili sveit­ar­fé­lög­un­um  sam­an­lagt 41 millj­arði króna á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert