Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kynnti frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar kynnti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, einnig drög að aðgerðum í ríkisfjármálum.
Jóhanna kynnti einnig stöðumatsskýrslu ríkisstjórnarinnar og stöðu mála í 100 daga áætlun ríkisstjórnar. Steingrímur kynnti frumvarp til laga um Kjararáð og lagði einnig fram tillögu um frestun kröfulýsinga ríkisins til þjóðlendna.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, kynnti greinargerð til ríkisstjórnar um þörf á breytingum á lögum um sérstakan saksóknara og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, fjallaði um skuldavandi heimila og fyrirtækja.