Frystingu á eignum Landsbanka aflétt

Breska fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt formlega, að frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verði aflétt 15. júní. Er þetta gert í samræmi við samkomulag sem Íslendingar og Bretar gerðu um Icesave-ábyrgðirnar sl. föstudag.

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu, að breska þingið hafi fjallað um og samþykkt málið 10. júní.

Eignir landsbankans voru frystar í október á síðasta ári í samræmi við bresk lög um öryggismál og varnir gegn hryðjuverkum. 

Tilkynning breska fjármálaráðuneytisins

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert