Hættir sem bæjarstjóri

Jónmundur Guðmarsson.
Jónmundur Guðmarsson. mbl.is/Kristinn

Jón­mund­ur Guðmars­son mun hætta sem bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness þegar hann hef­ur form­lega störf sem fram­kvæmda­stjóri Sjálftæðis­flokks­ins. „Það var tek­in ákvörðun um það fyrr í dag hjá miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins, að til­lögu for­manns­ins, að ég tæki þetta starf að mér. Sem ég fyr­ir mitt leyti hef samþykkt,“ seg­ir Jón­mund­ur í sam­tali við mbl.is.

Aðspurður seg­ir Jón­mund­ur ekki ná­kvæma tíma­setn­ingu liggja fyr­ir hvenær hann tek­ur form­lega við starf­inu af Grétu Ingþórs­dótt­ur, sem tók fram­kvæmda­stjór­ans tíma­bundið.

Jón­mund­ur seg­ir þetta vera spenn­andi tæki­færi og áskor­un. „Spenn­andi að fara í upp­bygg­ingu og sókn fyr­ir flokk­inn með Sjálf­stæðismönn­um um allt land. Og ekki síst að koma til liðs við og standa við nýj­um, og að mínu mati, glæsi­leg­um for­ystu­manni. For­manni flokks­ins [Bjarna Bene­dikts­syni].“

Aðspurður seg­ir Jón­mund­ur að það hafi verið leitað sín. „Ég var ekk­ert að velta fyr­ir mér öðrum hlut­um en að halda áfram sem bæj­ar­stjóri hér á Seltjarn­ar­nesi. Þetta kom síðan upp og mér gafst gott tæki­færi til þess að ígrunda þetta, vega og meta kost­ina, tæki­fær­in og áskor­un­ina. Og niðurstaðan var sú að þetta var ein­fald­lega tæki­færi sem ég vildi ekki missa af að fá að spreyta mig á,“ seg­ir Jón­mund­ur.

„Ég mun að sjálf­sögðu hætta sem bæj­ar­stjóri þegar ég tek við sem fram­kvæmda­stjóri flokks­ins en ég mun sitja áfram sem bæj­ar­full­trúi um sinn,“ seg­ir Jón­mund­ur. Þá hef­ur hann greint bæj­ar­full­trú­um á Seltjarn­ar­nesi frá ákvörðun sinni.

„Það er nátt­úru­lega erfitt á viss­an hátt erfitt að skilja við þetta starf sem að ég hef verið í og sam­starfs­menn mína hér og bæj­ar­búa,“ seg­ir Jón­mund­ur og tek­ur fram að sl. sjö ár hafi verið mjög ánægju­leg og ár­ang­urs­rík. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert