Fréttaskýring: Hitaeiningasnautt gos sykurskattlagt?

Fyllt á birgðir stjórnarráðsins fyrir kreppu Myndin náðist í ágúst …
Fyllt á birgðir stjórnarráðsins fyrir kreppu Myndin náðist í ágúst í fyrra. Nú stefnir í að gosdrykkir hækki í verði með fyrirhuguðum sykurskatti.

Sætir gosdrykkir eru ekki allir sykraðir. Þetta má lesa úr grein Sigurðar Guðmundssonar, forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans, og Ingu Þórsdóttur, prófessors í næringarfræði. Greinin birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag.

„Sætir gosdrykkir innihalda sykur eða sætuefni, vatn, litarefni, ýmiss konar bragðefni og efni sem eykur geymsluþol. Augljóst er að varan er ekki nauðsynleg næring fyrir manninn,“ stendur þar.

Búist er við því að ríkisstjórnin setji brátt skatt á sykurneyslu út frá heilbrigðissjónarmiðum með áherslu á gosið að ósk heilbrigðisráðherra. Fjármálaráðuneytið vinnur að útfærslunni. Skatturinn hefur í umræðunni verið nefndur sykurskattur en verður víðtækari falli hann á hitaeiningasnauða gosdrykki. En fræðimennirnir segja heilsuáhrifin af sætu gosi slæm og aðgerðir sem hafi áhrif á neyslu, eins og skattlagning sem hækkar verð, því réttlætanlegar.

Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir niðurstöðu útfærslunnar ekki tilbúna en hugmyndirnar séu margar. Hann hafi ekki heyrt að ein eða önnur tegund af sykurvörum verði undanþegin. Hann geti einnig ekki gefið upp hvort greint verður á milli sykraðra gosdrykkja og þeirra sem innihalda sætuefni í stað sykurs.

Heilsufarið friðþæging

„Frá mínum bæjardyrum séð er aðeins verið að koma á ákveðnum skatti og heilsufarssjónarmiðin eru ákveðin friðþæging,“ segir Ólafur en tekur þó tillit til þess að gosdrykkir með sætuefnum séu súrir og hafi því áhrif á glerung tanna. „Við megum þó ekki missa sjónar á því að margir drykkir sem flokkast undir hollustudrykki, eins og hreinir ávaxtasafar, hafa líka tannglerungseyðandi áhrif.“ Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, tekur undir með Ólafi að sætuefnagosdrykkir séu ekki verri kostur fyrir tennurnar en margir ávaxtadrykkir eða sportdrykkir, s.s. Gatorade. Spurð hvað henni finnist því um fyrirhugaðan skatt, bendir hún á að sykruðu og sætuefnadrykkirnir séu ekki jafnskaðlegir. „Það er enginn munur á glerungseyðandi áhrifum sykraðra og sykurlausra gosdrykkja en þeir sykurlausu skemma ekki tennur. Tönnin hins vegar eyðist, glerungurinn hverfur af og hún situr hálfnakin eftir,“ segir Ingibjörg.

„Við tannlæknar bentum sérstaklega á tannskemmdirnar,“ segir hún um umræðu um tannheilsu barna síðustu misserin. Hún sjái þó að erfitt geti verið að flokka drykkina án mikillar vinnu. „Svona skattur tæki því á mesta vandanum.“

Tyggjó á tennur

„Ég ráðlegg fólki að fá sér tyggjó eftir að hafa drukkið mikið af gosi. Tennurnar eru mjög viðkvæmar eftir gosdrykkjarþamb og bursti fólks strax getur það flýtt fyrir glerungseyðingu.“ Hún bendir á að vatnið sé ákjósanlegast.

Sýrustig (pH) vatns er 7,0 sem er eins og í munnvatni. Í hollum ráðum Lýðheilsustöðvar kemur fram að flestir svaladrykkir á íslenskum markaði eyði glerungi og gildi það jafnt um ávaxtasafa (pH:1,98-3,95), gosdrykki (pH: 2,48-3,14), íþróttadrykki (pH: 2,78-3,28) og orkudrykki, (pH: 2,56-2,90).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert