Jónmundur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks

Jónmundur Guðmarsson.
Jónmundur Guðmarsson.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hann mun hefja störf fljótlega.

Jónmundur er fæddur árið 1968 og hefur undanfarin sjö ár verið bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og bæjarfulltrúi undanfarin ellefu ár. Fyrir þann tíma starfaði hann m.a. í menntamálaráðuneytinu sem verkefnastjóri og aðstoðarmaður ráðherra og var fjárfestingastjóri Íslenska hugbúnaðarsjóðsins.

Jónmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1988, B.A. prófi í heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og meistaragráðu (M.Phil.) í alþjóðastjórnmálum frá Oxford háskóla árið 1994. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert