Óvenjulegur litur er á Lækjartorgi í Reykjavík en það var tyrft í dag. Ekki var um að ræða aðgerðir mótmælenda, enda tóku Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og fleiri borgarfulltrúar, þátt í þessum framkvæmdum og lögðu lokahöndina á verkið.
Tyrfingin var í tilefni af upphafi verkefnisins Bjarta Reykjavík, sem hófst í dag. Eftir tyrfinguna leiddi Lúðrasveitin Svanur skemmtigöngu með viðkomu í Bakarabrekkunni þar sem leikskólabörn sungu.