Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna

Tryggvi Þór Herbertsson, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er …
Tryggvi Þór Herbertsson, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er þau kynntu tillögur Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ragnar

Til­lög­ur sjálf­stæðismanna um aðgerðir vegna al­var­legs ástands efna­hags­mála hlutu góðar viðtök­ur þing­manna annarra flokka og tveggja ráðherra á Alþingi í gær ef marka má yf­ir­lýs­ing­ar þeirra við fyrstu umræðu um þær. Sögðust þeir taka til­lög­un­um fagn­andi og ein­stak­ir sjálf­stæðis­menn hófu mál sitt á að þakka hlýhug sem fram kæmi í um­mæl­un­um.

Marg­ir þing­menn, bæði úr stjórn­ar­liðinu sem og stjórn­ar­and­stöðu, lýstu sér­stak­lega áhuga á að skoðuð verði vel til­laga Sjálf­stæðis­flokks­ins um að inn­greiðslur í líf­eyr­is­sjóð verði skattlagðar í stað út­greiðslna eins og nú er. Í til­lög­unni um skatt á líf­eyr­is­greiðslur seg­ir að sú aðgerð gæti aflað rík­is­sjóði allt að 40 millj­arða kr. viðbót­ar­tekj­um án þess að skerða ráðstöf­un­ar­tekj­ur launþega og eft­ir­launaþega.

„Þetta er mjög já­kvæð nálg­un sem hér er lögð fram og ég er mjög sátt­ur við bæði tón­inn í til­lög­un­um og sömu­leiðis í mál­flutn­ingi [Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins],“ sagði Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra al­mennt um til­lög­ur Sjálf­stæðismanna. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, sagðist einnig  að lang­mestu leyti geta tekið und­ir til­lög­urn­ar.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka