Mótmæli á Kjalarnesi

Frá mótmælunum á Kjalarnesi.
Frá mótmælunum á Kjalarnesi.

Íbúar á Kjalarnesi hófu mótmælastöðu við Vesturlandsveg klukkan 17 í dag til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt umferðaröryggi. Ökumenn á leið eftir veginum hafa hrósað framtaki íbúanna.

Umferðin hefur gengið hægt, að sögn Ásgeirs Harðarsonar, íbúa á Kjalarnesi. „Okkur þykir það miður en það er enginn pirringur í ökumönnum. Fólk stoppar og hrósar okkur. Það er góð stemmning hérna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert