Ríkishlutafélög undir kjararáð

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag laga­frum­varp um kjararáð sem ger­ir ráð fyr­ir því, að hluta­fé­lög í eigu rík­is­ins, bæði að öllu leyti og að hluta, ýms­ar stofn­an­ir og sjóðir falli und­ir kjararáð sem ákveðið þá laun stjórn­enda. 

Dæmi um slík fyr­ir­tæki og stofn­an­ir eru Rík­is­út­varpið, Lands­virkj­un og Íbúðalána­sjóður. Sam­kvæmt frum­varp­inu mun kjararáð fjalla um launa­kjör stjórn­enda þess­ara fyr­ir­tækja og stofn­ana og hafa til hliðsjón­ar þá stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að eng­in laun í rík­is­kerf­inu verði hærri en laun for­sæt­is­ráðherra. 

Fram kom hjá Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra, að ekki væri gert ráð fyr­ir að þessi breyt­ing ein og sér sparaði rík­inu mik­il út­gjöld. Hins veg­ar væri ljóst að hún myndi hafa í för með sér breyt­ing­ar á launa­kerf­inu inn­an viðkom­andi fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Þá var tek­in ákvörðun um það á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um, að fallið verði í bili frá öll­um nýj­um þjóðlendu­kröf­um rík­is­ins. Að sögn Stein­gríms hef­ur kostnaður vegna þess­ara mála farið vax­andi og numið nokk­ur hundruð millj­ón­um króna ár­lega.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert