Segir 21 verkefni af 48 afgreidd

Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi.
Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi. mbl.is/ÁrnI Sæberg

Ríkisstjórnin segir, að á þeim 33 dögum, sem liðnir eru frá því að hún tók við, hafi hún lokið við 21 af 48 verkefnum sem skilgreind voru í 100 daga áætlun, sem var birt þegar ríkisstjórnin tók við.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir, að á næstu dögum og vikum muni ríkisstjórnin afgreiða mörg af stærstu málum 100 daga áætlunarinnar, þar með talin mál sem snúi að endurfjármögnun bankakerfisins, mótun eigendastefnu ríkisins í bankamálunum og áætlanir um áherslur í ríkisfjármálum til skemmri og lengri tíma.

Verkefnalisti ríkisstjórnarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert