Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Mannlífs, og Ásmund Helgason, auglýsingastjóra útgáfurfélagsins Birtíngs, í 400 þúsund króna sekt hvorn fyrir áfengisauglýsingar sem birtust í Mannlífi í maí á síðasta ári.
Ákært var vegna fjögurra auglýsinga í blaðinu og taldist Sigurjón sem ritstjóri bera ábyrgð á tveimur þar sem þær voru ómerktar, en Ásmundur á tveimur þar sem umfjöllun um tilteknar áfengistegundir, voru merktar honum.