Skuldsett heimili eru viðkvæmari fyrir tekjumissi

„ÞAÐ er þung greiðslubyrði á íslenskum heimilum, eins og kemur fram í þessum tölum. Fólk er þá viðkvæmara fyrir tekjumissi og er strax komið í vandræði. Við höfum áhyggjur af því,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.

Fram kom á málstofu hjá Seðlabanka Íslands í gær að þrjú af hverjum fjórum heimilum búa við viðráðanlega greiðslubyrði vegna lána. Hins vegar er eitt af hverjum sex heimilum með mjög þunga greiðslubyrði og þarf að verja meira en helmingi ráðstöfunartekna í greiðslur vegna íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána.

Ýmislegt vantar í þessar upplýsingar. Henný nefnir að ekki sé tekið tillit til þeirra úrræða sem lántakendum standi nú til boða en þau geti skipt verulegu máli.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert