Tískulöggur nýta sér kreppuna

Tískulöggurnar koma vafalaust við í þessari verslun.
Tískulöggurnar koma vafalaust við í þessari verslun. mbl.is

Íslenskir hönnuðir láta ekki deigan síga í kreppunni heldur bjóða útlendingum upp á ráðgjöf í verslunarferðum um tískuverslanir Reykjavíkur. Þjónustan er verðlögð á 112 Bandaríkjadali, eða sem svarar 14.300 krónum á núverandi gengi, og er miðað við að ferðin taki tvær klukkustundir.

Fjallað er um þessa nýju atvinnugrein í bandaríska dagblaðinu The Chicago Tribune þar sem segir að eldfjallaeyjan, sem skarti stórbrotnum fjörðum, víkingum og álfasögum, hafi því miður verið of dýr fyrir marga.

En ekki lengur.

Eftir hrunið í haust hafi verð á flugmiðum og gistingu lækkað um helming. Því megi fá miða fram og til baka frá Bandaríkjunum til Keflavíkur fyrir aðeins 500 dali, auk þess sem að gisting, þar með talið á mörgum af bestu hótelum landsins, sé á einkar hagstæðum kjörum.

Rætt er við tískuhönnuðinn Nínu Björk sem segir þjónustuna miðaða við þarfir sérhvers viðskiptavinar. Ráðlagt sé hvar eigi að versla, útskýrt hvað sé í tísku og hvað ekki og ábendingar veittar um hvernig megi ná fram séríslensku útliti í klæðaburði, svo sem með skóm úr laxaskinni og lopapeysum, fatnaði sem allir Íslendingar klæðast.

Haft er eftir Nínu Björk, sem var áður fyrirsæta, að „ferðamenn kaupi mikið þessa daganna“ og að jafnvel Íslendingar séu farnir að versla heima.

Fram yfir Bahamaeyjar

Rætt er við bandarísku hjónin Doug og Amy Reece sem borguðu 1.400 dali fyrir flug og þriggja daga gistingu um helgi og völdu þar með Ísland fram yfir ferð til Bahamaeyja.

Amy, sem fékk ferðina í jólagjöf, keypti handprjónaða lopapeysu á 90 dali, eða um 11.500 krónur, og þótti það ekki mikið. Verðið sé sanngjarnt.

Greinarhöfundur, Laurie Goering, segir teikn á lofti um að verð á ferðaþjónustu hér fari hækkandi en að útlit sé fyrir að hækkunin verði óveruleg.

Nálgast má greinina, Efnahagshrun opnar dyrnar að Íslandi, hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert