Vildu Sigríði úr nefnd

Sigríður Benediktsdóttir
Sigríður Benediktsdóttir mbl.is/Ómar

Dr. Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir staðfesti í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að Páll Hreins­son og Tryggvi Gunn­ars­son, sem sitja með henni í rann­sókn­ar­nefnd um banka­hrunið, hefðu óskað eft­ir því að Sig­ríður myndi hætta í nefnd­inni, með sím­tali 22. apríl. Þann sama dag krafðist Jón­as Fr. Jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri FME, þess að Sig­ríður viki úr nefnd­inni.

Sig­ríður var stödd á skrif­stofu sinni í Yale-há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um þar sem hún starfar við kennslu og fræðistörf þegar hún fékk sím­tal frá Páli og Tryggva, eft­ir að krafa Jónas­ar kom fram.

Sig­ríður sagðist þó í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær telja að enn sé grund­völl­ur fyr­ir góðu sam­starfi í nefnd­inni og fag­legri vinnu.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins töldu pró­fess­or­ar við Yale-há­skóla frá­leitt að Sig­ríður þyrfti að hætta störf­um vegna um­mæl­anna í skóla­blaðinu, og ákvað hún því að segja sig ekki úr nefnd­inni.

Málið hef­ur valdið mikl­um titr­ingi inn­an ís­lensks fræðasam­fé­lags en koll­eg­ar Sig­ríðar úr hag­fræðistétt hafa meðal ann­ars komið henni til varn­ar. Þar á meðal Gauti Eggerts­son, Jón Steins­son, Gylfi Zoëga og Jón Daní­els­son.

Rann­sókn­ar­nefnd­in sendi er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is, þess efn­is að Alþingi þyrfti að taka af­stöðu til hæf­is Sig­ríðar. For­sæt­is­nefnd­in var þessu mati Páls ósam­mála og vísaði mál­inu aft­ur til rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, á þeim for­send­um að það væri henn­ar að skera úr um hæfi nefnd­ar­manna.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert