Eiga bara skuldir eftir

„Við erum auðvitað að reyna hvað við get­um til þess að koma þeim til aðstoðar sem þurfa á því að halda,“ seg­ir Jón­as Pét­urs­son, spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðs Svarf­dæla, um vanda­mál stofn­fjár­eig­enda sem tóku lán fyr­ir stofn­fjáraukn­ingu á ár­inu 2007.

Greint var frá því í DV í gær að yfir 90 pró­sent af tæp­lega 150 stofn­fjár­eig­end­um í sjóðnum hefðu tekið lán fyr­ir stofn­fjáraukn­ingu sem sam­tals nam um 500 millj­ón­um. Flest­ir tóku er­lend lán, að sögn Jónas­ar. „Fólki var auðvitað frjálst að taka lán hvar sem er en mest var þó tekið hjá Saga Capital fjár­fest­ing­ar­banka. Þessi stofn­fjáraukn­ing er veru­lega íþyngj­andi fyr­ir marga núna það gef­ur auga­leið. Hrun gjald­miðils­ins hef­ur sér­stak­lega verið íþyngj­andi fyr­ir þá sem eru með lán í er­lendri mynt, sem var stór hluti þeirra sem tóku lán fyr­ir aukn­ing­unni,“ seg­ir Jón­as.

Sveinn Jóns­son, fyrr­ver­andi formaður stjórn­ar spari­sjóðsins og stofn­fjár­eig­andi, seg­ir þá hug­mynd að auka stofn­féð eins og mikið og gert var, hafa verið óskilj­an­lega.

Sjóður­inn er nú með eigið fé upp á 33 millj­ón­ir króna en bíður þess að fá 467 millj­ón­ir frá rík­inu svo eig­in­fjár­hlut­fall sé yfir lög­leg­um mörk­um, þ.e. yfir átta pró­sent.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bryn­hildi Ólafs­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Saga Capital, eru lán­in sem bank­inn veitti hvorki í van­skil­um né á gjald­daga. Hins veg­ar geti bank­inn ekki tjáð sig um stöðu lána til viðskipta­vina vegna stofn­fjáraukn­ing­ar­inn­ar.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert