Ekki velta vandanum á næstu kynslóðir

Bjarni Þórðarson, tryggingastærðfræðingur, segir í opnu bréfi til þingmanna Sjálfstæðisflokksins, að verði farið eftir tillögum þeirra um að skattleggja i inngreiðslur í lífeyrissjóð í stað útgreiðslna eins og nú er sé verið að velta kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir.

Landssamtök lífeyrissjóða segjast á heimasíðu sinni taka undir öll þau megin sjónarmið sem fram koma í bréfi Bjarna.

Í bréfinu segir Bjarni, að ýmislegt hafi farið úrskeiðis í málflutningi sjálfstæðismanna undanfarið. „Nú sýnist mér þó sem steininn taki úr því lagt er til að innheimta fyrirfram skatta af lífeyrisgreiðslum sem greiðast eiga í fjarlægri framtíð. Og hver á að borga brúsann? Nú, hvað meina ég? Jú, þegar skatttekjur framtíðarinnar dragast saman vegna lækkandi skatttekna frá lífeyrisþegunum verður að hækka skattprósentuna, m.a. af skattlögðum lífeyri þeirra sem jafnframt  fá skattfrjálsan lífeyri. En hverjir munu fá mestu hækkunina? Jú, það er unga fólkið sem í dag á hvað erfiðast með lánin sín," segir Bjarni m.a.

Bréf Bjarna Þórðarsonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka