Sigmundur: Fjarar undan stjórninni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Kristinn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði á miðstjórn­ar­fundi flokks­ins sem hald­inn var í Reykja­nes­bæ í dag að sér sýn­ist á öllu að farið sé að fjara und­an rík­is­stjórn­inni. Sagðist hann verða var við aukna óþreyju fólks vegna þess að stjórn­inni hafi ekki tek­ist að klára þau mál sem hún hafi ætlað sér.

Henni hafi enn ekki tek­ist að koma sam­an aðgerðaráætl­un varðandi rík­is­fjár­mál­in og viðbrögð henn­ar við Ices­a­ve mál­inu hafi greini­lega valdið fólki von­brigðum.

Sig­mund­ur sagði rík­is­stjórn­ina enn gera of lítið úr vanda heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu og lagði áherslu á mik­il­vægi þess að ríkið geti staðið und­ir nauðsyn­legri inn­spýt­ingu inn í at­vinnu­lífið. Mik­il­vægi þess megi sjá á viðbrögðum annarra þjóða við efna­hagskrepp­unni. 

Þá sagði hann að ein­mitt þess vegna sé svo mik­il­vægt að ís­lenska ríkið skuld­setji sig ekki um of vegna Ices­a­ve. „Ger­um við það verðum við hvorki sam­keppn­is­hæf varðandi fjár­magn né vinnu­afl," sagði hann. „Slíkt get­ur leitt til þess að Ísland missi efna­hags­legt sjálf­stæði sitt og þá eru nátt­úru­auðlind­irn­ar í húfi."

Sig­mund­ur varaði einnig við því að rík­is­stjórn­in væri of værukær og bjart­sýn á að hægt verði að semja á ný síðar, komi í ljós að þjóðarbúið geti staðið und­ir skuld­bind­ing­um sín­um. Slík­ir samn­ing­ar geti ein­ung­is leitt til leng­ing­ar á greiðslu­tíma þar sem skuld­ir, sem ríki hafi á annað borð tekið á sig, séu aldrei felld­ar niður.

Hann varaði einnig við aðkomu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og sagði sjóðinn aldrei hafa náð þeim ár­angri sem stefnt hafi verið að, frá því niður­skurðar­stefna var tek­in upp inn­an hans.

Þá sagði hann að komi í ljós að sjóður­inn hafi beitt sér í Ices­a­ve-mál­inu muni það verða sönn­um þess að sjóður­inn standi fyrst og fremst vörð um hags­muni fjár­magnseig­enda.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka